Háskóli Íslands

Bryndís Brandsdóttir

Vísindamaður

Háskóli Íslands

Sérsvið / rannsóknasvið

Á Íslandi gefst jarðvísindamönnum einstakt tækifæri til rannsókna á eldvirkni og gliðnun flekaskila jarðskorpunnar. Á landi má rekja áframhald úthafshryggjanna eftir gosbeltunum. Mínar rannsóknir tengjast jarðfræðilegri uppbyggingu Íslands og úthafshryggjanna er að því liggja. Ég nýti bylgjur af ýmsu tagi til að kortleggja hafsbotninn og setlögin sem þar er að finna, skoða innri gerð jarðskorpunnar og efsta hluta möttulsins, uppbyggingu gosbeltanna og þróun eldstöðva á Íslandi og aðliggjandi úthafshryggjum. Uppbygging jarðskorpunnar og innviðir eldstöðva. Jarðskjálfta- og bylgjubrotsmælingar veita upplýsingar um ástand og innri gerð eldstöðva, umfangi innskota og kvikusöfnun. Staðsetning kvikuhólfa hefur verið kortlögð að hluta undir Kröflu, Kötlu og Grímsvötnum með bylgjubrotsmælingum. Rannsóknir á deyfingu jarðskjálftabylgna hafa ennfremur gefið til kynna tilvist grunnstæðs kvikuhólfs undir Öskju. Færanlegar jarðskjálftamælingar hafa einnig verið notaðar til að fylgjast með kvikuhreyfingum og innskotavirkni undir vestanverðum Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli, Kröflu, Öskju, Lokahrygg, Grímsvötnum og einng niðurdælingu í jarðhitasvæðið í Svartsengi. Jarðfræðileg könnun hafsbotnsins. Með nútímatækni, s.s. fjölgeislamælingum, háupplausnar hljóðendurvarpsmælingum, neðansjávarmyndavélum og borunum hefur okkur opnast ný sýn á hafsbotninn. Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi. Þar má sjá eldstöðvakerfi með megineldstöðvum og eldvörpum af ýmsum toga ásamt sprungureinum og miklum sigdölum.

Námskeið kennd 2016 - 2017

Samstarfsaðilar

Bjarni Richter, Kristján Sæmundsson, Iceland Geosurvey
Carsten Riedel, Azores University
Dave Mellinger and Robert Dziak, Pacific Marine Environmental Laboratory,   Oregon State Unviersity
Emilie E.E. Hooft, Geophysics group, University of Oregon, USA
Guðrún Helgadóttir, Einar Kjartansson, Marine Research Institute, Iceland
Hideki Shimamura, Yoshio Murai, Tetsuo Takanami, Hokkaido University, Japan
Jeff Karson, Syracuse University, USA
Larry Mayer, Center for Coastal Mapping, Joint Hydrographic Center, University of New Hampshire, USA
Neal Driscoll, Scripps Institute of Oceanography, University of San Diego, USA
Robert S. Detrick,  Dan Fornari, Woods Hole Oceanographic Institution, USA 
Robert S. White, University of Cambridge, UK
Rolf Mjelde, University of Bergen, Norway
Torsten Dahm, University of Hamburg, Germany
William H. Menke, Lamont-Doherty Earth Observatory, Columbia University, USA
W. Roger Buck, Lamont-Doherty Earth Observatory, Columbia University, USA

Námsferill

ÚtskriftarárMenntastigSkóliTegund náms
1986MSOregon State UniversityJarðeðlisfræði
1978BSHáskóli ÍslandsJarðfræði
1978BHonHáskóla Íslands.jarðeðlisfræði
1974StúdentsprófMenntaskólinn við HamrahlíðStúdentspróf

Starfsferill

FráTilStarfsheitiVinnustaður
2000VísindamaðurRaunvísindastofnun
19952000FræðimaðurRaunvísindastofnun
19781994SérfræðingurRaunvísindastofnun
19761978RannsóknamaðurRaunvísindastofnun

Útgefið efni

TitillÁrRit

Stikkorð sérsviðs